Kór Glerárkirkju heldur vortónleika sína í Glerárkirkju í kvöld, hvítasunnudag, 27. maí kl. 20:00. Flutt verður tónlist sem kórinn flytur í kórakeppni í Vínarborg í júní nk. Verð kr. 1.500.-. Ekki er tekið við greiðslukortum.
Framundan eru síðustu dagar sýninga Emilie Palle Holm, Brotinn vefur, og Helgu Páleyjar Friðþjófsdóttur, Í fullri fjöru, auk fræðslusýningarinnar Margskonar I. Sýningunum lýkur öllum næstkomandi sunnudag.
Danshátíðin í Hrísey fer fram í sjötta sinn næstkomandi helgi, 15.–16. ágúst. Þar kemur saman dansáhugafólk og skemmtir sér hið besta við undirleik þekktra hljómsveita.