05. desember, 2015 - 08:42
Mynd úr safni
Vonskuveður er víða um land og ekkert ferðaveður. Á vef Vegagerðarinnar kemur fram að vonskuveður er á Norðurlandi með skafrenningi og snjókomu. Siglufjarðarvegur og Ólafsfjarðarmúli eru lokaðir vegna snjóflóðahættu. Ófært er bæði á Öxnadalsheiði og Víkurskarði.