Nú rétt í þessu var að ljúka leik Vals og KA sem áttust við á Vodafonevellinum í 16- liða úrslitum VISA-
bikarkeppni karla. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 2-2 og því þurfti að framlengja. Valsmenn reyndust sterkari á endsprettinum og tryggðu sér
sigur með marki þremur mínútum fyrir lok framlengingarinnar. Lokatölur 3-2 sigur Vals.
Mörk KA í leiknum skoruðu þeir David Disztl ( 43. mín. ) og Andri Fannar Stefánsson ( 61. mín ).
Mörk Vals skoruðu þeir Helgi Sigurðsson ( 11. mín. ), Marel Baldvinsson ( 55. mín. ) og Sigurbjörn Hreiðarsson ( 117. mín. ).