Landeigendur hafa lokað fyrir baðferðir í Grjótagjá í Mývatnssveit vegna slæmrar umgengni ferðamanna. Greint er frá þessu á vef Morgunblaðsins í dag. og talað við Ólöfu Hallgrímsdóttur einn eigenda að landi Voga í Mývatnssveit.
Ólöf Hallgrímsdóttir einn landeigenda að Vogum í Mývatnssveit segir á mbl.is að að leiðbeiningaskilti hafi ekki dugað til og að koman hafi verið verulega ósnyrtileg á köflum. Dæmi séu um að fólk hafi hægðir í gjánni, þvoi skóna sína, leirtauið, bursti tennurnar og jafnvel að jafnvel sé sofið þarna inni.
Lokunin sé aðeins tímabundin lausn á meðan beðið er eftir deiliskipulagi svæðisins. Skipulagið sé forsenda fyrir uppbyggingu innviða á svæðinu. Erindi vegna deiliskipulagsins hafi verið sent umhverfisráðuneytinu í apríl og beðið sé svars. Ólöf segir að settir hafi verið upp þurrkamrar og bílastæði hafi verið útbúið en það dugi skammt vegna mikillar aðsóknar.