Vinnur Þór/KA þriðja leikinn í röð?

Þór/KA hefur byrjað Pepsi-deildina af krafti. Mynd: Sævar Geir.
Þór/KA hefur byrjað Pepsi-deildina af krafti. Mynd: Sævar Geir.

Þrír leikir fara fram í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld og þar af mætast Þór/KA og Valur á Þórsvelli kl. 18:30. Þór/KA er á toppi deildarinnar með sex stig eftir tvær fyrstu umferðirnar og er eina liðið í deildinni sem hefur fullt hús stiga. Valur hefur þrjú stig í fimmta sæti en liðið tapaði gegn ÍBV í fyrsta leik en vann nýliða Selfoss örugglega í annarri umferð. Þór/KA vann Íslandsmeistara Stjörnunnar í fyrsta leik á heimavelli og skellti KR á útivelli í síðasta leik.

Einnig mætast kvöld ÍBV og Breiðablik á Hásteinsvelli kl. 18:00 og Afturelding og Fylkir á Varmárvelli kl. 19:15.

 

Nýjast