GV. Gröfur ehf. buðust til að vinna verkið fyrir rúmar 123,7 milljónir króna, sem er rúmlega 114% af kostnaðaráætlun en hún hljóðaði upp á 108,2 milljónir króna. Túnþökusalan ehf. bauð rúmar 125,3 milljónir króna, eða 115,8% af kostnaðaráætlun. Leiðrétt tilboð Túnþökusölunnar var hins vegar upp á 121,2 milljónir króna eða 112% af kostnaðaráætlun.
Guðríður Friðriksdóttir framkvæmdastjóri Fasteigna Akureyrarbæjar sagði að viðræður stæðu yfir við Túnþökusöluna um að vinna verkið og væri niðurstöðu að vænta fljótlega. Verklok eru áætluð um miðjan júlí á næsta ári.