Vikudagur í dag

Í Vikudegi sem kemur út í dag er farið um víðan völl og áhugaverðar fréttir í bland við viðtöl og annað efni.

Stefnt er að sögulegum breytingum á skólahaldi Menntaskólans á Akureyri næsta haust en málið var rætt á starfsmannafundi í gær.

Pétur Guðjónsson, viðburðarstjóri á Akureyri, segir alvarlegt mál að Akureyrarbær hafi ekkert húsnæði fyrir framhaldsskólanemendur til að halda leiklistarsýningar.

Par með tvö börn í tvíbýli er að bugast vegna ónæðis frá hundum nágrannafólksins og segja bæjaryfirvöld ekki framfylgja lögum um dýrahald.

Kraftlyftingamaðurinn Viktor Samúelsson er íþróttamaður ársins 2015 á Akureyri og stefnir hátt í íþróttinni.

Jón Óðinn Waage, betur þekktur sem Ódi Júdó, flutti til Svíþjóðar í haust og lærir sænsku með Sýrlendingum og segir fólkið hafa breytt sýn sinni á lífið.

Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is

Nýjast