Í Vikudegi sem kemur út í dag kennir ýmissa grasa.
Emma Agneta Björgvinsdóttir missti 12 ára son sinn í bílslysi fyrir þremur árum, Blæng Mikael Bogason. Hún segist þakklát fyrir minningarnar en það geti verið erfitt að takast á við sorgina. Emma deilir reynslu sinni á einlægan og opinskáan hátt.
Sigrún Björk Jakobsdóttir, móðir nemenda í MA, gagnrýnir harðlega stjórnendur menningarmála á Akureyri fyrir að setja of háa leigu á Samkomuhúsið fyrir nemendasýningar MA og VMA. Í kjölfarið þurfa nemendurnir að sýna annarsstaðar.
Í gær var tekið formlega á móti flóttamönnunum 23 sem komu til Akureyrar á þriðjudagskvöld og virtist fólkið kátt og hresst og tilbúið að takast á við lífið á nýjum stað.
Arnar Grant er margfaldur Íslands-og bikarmeistari í fitness og ræðir ferilinn, sportið, hollan lífstíl og fjölskylduna.
Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is