Vikudagur í dag

Í fyrsta tölublaði Vikudags árið 2016 sem kemur út í dag má finna áhugaverðar fréttir og viðtöl.

Rætt er við móður fyrsta Akureyring ársins sem fæddist á Sjúkrahúsinu á Akureyri þann 2. janúar.

Enn hægist á íbúafjölgun á Akureyri sem veldur bæjaryfirvöldum áhyggjum.

Viðar Gunnarsson eða Viddi á kjötborðinu á Hrísó hætti störfum um áramótin þar sem ný verslun Nettó tekur við af Samkaupi Úrval. Því hverfur kjötborðið sem hefur vakið hörð viðbrögð meðal bæjarbúa.

Hvað stóð upp úr á árinu 2015 og hverjar eru væntingarnar fyrir árið 2016? Vikudagur fékk valinkunna einstaklinga til að gera upp liðið ár og rýna í það næsta.

Birgitta Lúðvíksdóttir á Möðruvöllum hefur verið stuðningsfulltrúi í árabil og hefur mest tekið að sér einhverf börn. Hún segir starfað gefandi og gott að geta veitt fjölskyldum aðstoð sem þurfa á því að halda.

Heiðrún Sigurðardóttir, einkaþjálfari og margfaldur Íslandsmeistari í fitness, gefur góð ráð um hvernig hægt sé breyta yfir í hollari lífstíl á nýju ári.

Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is

Nýjast