Vikudagur í dag

Í Vikudegi sem kemur út í dag er m.a. viðtal við Hildi Eir Bolldadóttur prest sem á næsta ári gefur út bók um veikindi sín, en Hildur hefur glímt við kvíðaröskun frá unglingsaldri. Rætt er við Hebu Finnsdóttur á Strikinu um jólin á veitingahúsunum og hefðirnir heima fyrir. Þá er viðtal við sennilega einu konuna á Akureyri sem vinnur við snjómokstur en Anna Jóna Garðarsdóttir ekur um á 14 tonna hjólaskólflu.

Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir næsta ár var samþykkt á fundi bæjarstjórnar í vikunni en bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá og segja rekstur bæjarins slæman. Rætt er við Gunnar Gísalson oddviti Sjálfstæðismanna og Guðmund Baldvin Guðmundsson formann bæjarráðs.

Þá kannar Akureyrarbær möguleikann á því að hefja skólabyrjun á unglingastigi seinna á daginn.

Fæðingum á Akureyri fer verulega fækkandi og hafa ekki verið færri fæðingar um árabil.

Þetta og mun meira til í Vikudegi sem kemur út í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is

Nýjast