Vikudagur í dag

Í Vikudegi sem kemur út í dag er að finna bæði áhugaverð viðtöl og fréttir.

Ingi Freyr Sveinbjörnsson hefur undanfarið þjálfað stjörnur á snjóskautum fyrir breskan raunveruleikaþátt sem sýndur er á Channel 4. Ítarlegt viðtal er við Inga Frey um þetta óvænta ævintýri hans.

Fjallað er um saltið sem notað er í hálkuvarnir á götum Akureyrar en tjón á bremsubúnaðum í bílum hefur aukist með saltnotkuninni.

Íbúar á Eyrinni afhentu bæjarstjóra Akureyrar undirskriftalista þar sem kallað er eftir auknu öryggi við götur og leiðir til að sporna við hraðakstri.

Miðbæjarsamtökin á Akureyri leggjast alfarið gegn fækkun bílastæða í miðbænum.

Freyja Steindórsdóttir nemandi í MA hefur glímt við kvíðaröskun og segir frá sinni baráttu. Hún er alin upp í Hong Kong og ræðir einnig menningarsjokkið þegar hún flutti til Akureyrar. 

Soffía Vagnsdóttir fræðslustjóri á Akureyri er í nærmynd.

Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is

Nýjast