Í Vikudegi sem kemur út í dag, fimmtudag, kennir ýmissa grasa og má finna áhugaverðir fréttir og viðtöl. Meðal efnis er áhrifamikið viðtal við unga stúlku sem ánetjaðist fíkniefnum 12 ára en segir vistina á meðferðarheimilinu Laugalandi í Eyjafjarðarsveit hafa breytt lífi sínu. Leikarinn Aðalsteinn Bergdal segir frá því hvernig slys sem hann lenti í fyrir fjórum árum leiddi hann að sannleikanum.
Bæjarfulltrúi á Akureyri hefur áhyggjur af háu fjármagni sem leggja á í breytingar á Listasafninu og mikil aukning er í mataraðstoð á Akureyri. Rætt er við Ingibjörgu Bergmann Bragadóttur, 22 ára Akureyring, sem er búsett í París þar sem hryðjuverk voru framin síðustu helgi.
Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is