Víkingar lögðu Mammúta af velli

Víkingar lögðu Mammúta af velli, 7:5, á Íslandsmótinu í krullu er fimmta umferð mótsins fór fram í Skautahöll Akureyrar sl. miðvikudagskvöld. Þetta var jafnframt fyrsti tapleikur Mammúta á mótinu í ár. Önnur úrslit urðu þau að Üllevål vann nauman sigur á Svarta genginu, 8:7, Riddarar unnur öruggan sigur á Görpum, 7:2, og Fífurnar lögðu Skytturnar af velli 6:5.

Mammútar halda toppsætinu þrátt fyrir tapið með fjóra leiki unna. Skytturnar og Riddarar sitja jöfn í öðru sæti með þrjá sigra en Garpar, Svarta gengið, Üllevål, Fífurnar og Víkingar hafa öll tvo sigra.

 

Sjötta umferð Íslandsmótsins fer fram mánudagskvöldið 15. febrúar og þá mætast:

 

Braut 1: Svarta gengið - Skytturnar
Braut 2: Garpar - Fífurnar
Braut 4: Mammútar - Üllevål
Braut 5: Riddarar - Víkingar

 

Nýjast