Víkingafélag Akureyrar formlega stofnað á laugardag

Víkingafélag Akureyrar verður stofnað formlega á Cafe Amor laugardaginn 6. mars nk. kl. 14.00. Einherjar, Víkingafélag Reykjavíkur, kom með þá hugmynd að stofna formlega fyrsta víkingafélag Akureyrar. Leitast er við að tengja landnámssögu Íslendinga við félagið og heiðra bardagatækni og fleira sem tengist þessu tímabili landnámsins.  

Félaginu þarf að gefa nafn og er öllum gefinn kostur á að koma með hugmynd að nafni víkingafélags Akureyrar. Öllum sagnafróðum mönnum og konum er bent á að láta hugann reika og mæta á stofnfund félagsins. Allir bæjarbúar eru velkomnir á stofnfundinn og hvattir til að mæta. Einnig er öllum þeim sem áhuga hafa á bardagatækni víkinga bent á það tækifæri að læra bardagatækni þá sem Einherjar nýta sér.

Nýjast