Félaginu þarf að gefa nafn og er öllum gefinn kostur á að koma með hugmynd að nafni víkingafélags Akureyrar. Öllum sagnafróðum mönnum og konum er bent á að láta hugann reika og mæta á stofnfund félagsins. Allir bæjarbúar eru velkomnir á stofnfundinn og hvattir til að mæta. Einnig er öllum þeim sem áhuga hafa á bardagatækni víkinga bent á það tækifæri að læra bardagatækni þá sem Einherjar nýta sér.