Frá árinu 2010 hefur skólanefnd Akureyrar veitt viðurkenningar nemendum og starfsfólki leik- og grunnskóla, sem skarað hafa fram úr í skólastarfi. Viðurkenningar eru afhentar í Hofi við hátíðlega athöfn og þriðjudaginn 26. maí voru afhentar viðurkenningar fyrir skólaárið 2014-2015. Formaður skólanefndar, Bjarki Ármann Oddsson, afhenti viðurkenningar.
Þeir sem hlutu viðurkenningar eru:
Birkir Heimisson, Giljaskóla
-Hlýtur viðurkenningu fyrir metnað, ábyrgð, forystuhæfileika og jákvæðni í
samskiptum.
Diljá Tara Pálsdóttir, Lundarskóla
-Hlýtur viðurkenningu sem fyrirmynd í félagsstörfum, námsárangur og
listfengi.
Heiðar Gauti Jóhannsson, Oddeyrarskóla
-Hlýtur viðurkenningu fyrir framúrskarandi metnað, ábyrgð í námi og
félagslega færni.
Íris Orradóttir, Naustaskóla
-Hlýtur viðurkenningu fyrir námsárangur, virkni í félagsstarfi og frumkvæði.
Jirapat Phuttarat, Brekkuskóla
-Hlýtur viðurkenningu fyrir góðan árangur í íslensku og áhuga á nýjum
heimahögum.
Sóley Brattberg Gunnarsdóttir, Síðuskóla
-Hlýtur viðurkenningu fyrir frábæran námsárangur og félagsfærni.
Sóley Dögg Rúnarsdóttir, Glerárskóla
-Hlýtur viðurkenningu fyrir jákvæðni, dugnað, sjálfstæði og að vera góð
fyrirmynd.
Starfsfólk grunnskólanna:
Jóhannes Gunnar Bjarnason, Brekkuskóla
-Hlýtur viðurkenningu sem framúrskarandi og einstakur kennari.
Ágúst F. Jakobsson, skólastjóri Naustaskóla
-Hlýtur viðurkenningu sem fyrirmynd í upplýsingamiðlun.
Kristín Bergþóra Jónsdóttir, Linda Rós Rögnvaldsdóttir og Margrét Th. Aðalgeirsdóttir, kennarar Oddeyrarskóla
-Hljóta viðurkenningu fyrir innleiðingu upplýsingatækni í skólastarfi.
Foreldra- og kennarafélag Síðuskóla
-Hlýtur viðurkenningu fyrir jákvæðan og öflugan stuðning við skólastarfið.
Starfsfólk leikskólanna
Sólrún Eyfjörð Torfadóttir, leikskólakennari, Hulduheimum, Koti
-Hlýtur viðurkenningur fyrir fagmennsku í leikskólastarfi og innleiðingu SMT.