Víða hálka, hálkublettir og skafrenningur á vegum landsins

Víða eru hálka, hálkublettir og skafrenningur á vegum landsins og því ástæða fyrir vegfarendur að fara með gát. Á Norðvesturlandi er hálka og éljagangur á Vatnsskarði og á Öxnadalsheiði. Á Norðausturlandi er hálka, hálkublettir og skafrenningur. Snjóþekja og éljagangur í Víkurskarði og Ljósavatnsskarði.  

Á Vesturlandi og á Vestfjörðum eru vegir greiðfærir þó eru hálkublettir á Holtavörðuheiði. Austanlands er hálka og skarfrenningur á Fjarðarheiði. Hálkublettir, snjóþekja og skafrenningur á öðrum leiðum. Ófært er á Breiðdalsheiði og Öxi. Á Suðausturlandi er óveður frá Lómagnúpi í Kvísker eins fyrir Hvalnes en allir vegir greiðfærir. Hálkublettir eru víða í uppsveitum Suðurlandi.

Nýjast