Á Austurlandi er snjóþekja, hálka eða hálkublettir á flestum leiðum. Hálkublettir og eru á Fagradal, sjóþekja og
skafrenningur er á Fjarðarheiði og hálka á Oddskarði. Ófært er um Öxi. Vegir eru að mestu auðir á Suður- og Suðausturlandi.
Á Vesturlandi eru hálkublettir á Mýrum, undir Hafnarfjalli, í Borgarfirði og á Holtavörðuheiði.
Á Vestfjörðum er snjóþekja, snjókoma og skafrenningur. Ekki er gert ráð fyrir mokstri á Vestfjarðarvegi nr. 60 vestan Bjarkalundar,
Barðarstrandavegi nr 62 og á Djúpvegi milli Súðavíkur og Hólmavíkur á morgun, jóladag, miðað við núverandi
veðurspá. Á fjallvegum er snjóþekja og éljagangur ásamt einhverjum skafrenning. Stórhríð er á Gemlufallsheiði og ekkert
ferðaveður. Ófært er um Klettsháls, Hrafnseyrar- og Dynjandisheiði og einnig er ófært norður í Árneshrepp.