Vetrarstarf grunnskóla Akureyrar hófst í vikunni en alls eru 2.570 nemendur á grunnskólaaldri og þar af eru 260 nemendur að stíga sín fyrstu skref í 1. bekk. Brekkuskóli er fjölmennastur með um 540 nemendur og fæstir eru nemendurnir í Grunnskólanum í Hrísey eða 20. Þá munu 28 nemendur stunda nám í Hlíðarskóla og Skildi þetta skólaár. Líkt og undanfarin ár gekk vel að manna grunnskólana á Akureyri og er hlutfall fagmenntaðra mjög hátt eða 99%. Í grunnskólunum eru nú um 265 stöðugildi við stjórnun, kennslu og ráðgjöf og 97 stöðugildi við önnur störf. Alls eru 404 starfsmenn í þessum 362 stöðugildum.