Vetraríþróttahátíð ÍSÍ stendur 21. mars auk þess sem Andrésar Andar leikarnir sem fram fara í lok apríl eru undir
hatti Vetraríþróttahátíðarinnar. Á dagskrá VH 2010 er að finna viðburði sem ná yfir sem flestar
íþróttagreinar þar sem snjór og útivist eru í aðalhlutverki.
Hlíðarfjall skipar stóran sess í hátíðinni þar sem hefðbundin skíði, gönguskíði, telemarkskíði og
snjóbretti verða í aðalhlutverki hvort heldur er í keppnum eða einfaldlega sem ljúf dægradvöl fyrir alla. Einnig verður boðið upp
á námskeið skíðaiðkun fyrir fatlaða. Í Skautahöllinni verður keppt í listhlaupi, íshokkí, krullu og endurvakin verður
bæjarkeppnin í íshokkí þar sem erkifjendurnir Akureyri og Reykjavík takast á.
Hin árlega Vetrarsportsýning sem Félag vélsleðamanna í Eyjafirði stendur fyrir verður aðra helgi í febrúar og sömu helgi
verður snjócross og íscross. Einnig verður blásið til keppni í samhliða spyrju á vélsleðum við Skautahöllina. Þeir sem
vilja njóta útivistar með því að ganga eða hlaupa geta tekið þátt í Vetrarhlaupi UFA eða jafnvel Skaflahlaupi UFA.
Hestafélagið Léttir stendur fyrir Stjörnutölti, Bílaklúbbur Akureyrar sýnir ísakstur og skátar leggja vetrarþrautir eins og
þeim erum einum lagið. Dagskrá Vetraríþróttahátíð ÍSÍ er að finna á heimasíðu
Vetraríþróttamiðstöðvarinnar www.vmi.is.