Verulegt tap á rekstri tjaldsvæðanna á Akureyri

Tjaldsvæðin á Akureyri hafa verið hálftóm stóran hluta sumarins. Mynd/Þröstur Ernir
Tjaldsvæðin á Akureyri hafa verið hálftóm stóran hluta sumarins. Mynd/Þröstur Ernir

Verulegt tekjutap blasir við tjaldsvæðunum á Akureyri eftir dræma aðsókn í sumar. Tryggvi Marinósson, forstöðumaður tjaldsvæðanna, segir algjört hrun hafa orðið í komu gesta. Sem dæmi hafi gistinætur í júlí verið um 12 þúsund í sumar en 30 þúsund í fyrra. Mestu munar um íslensku tjaldgestina sem leitað hafa í betra veður annars staðar á landinu eftir kalt sumar á Norðurlandi.

Tryggvi segir fjárhagslegt tap vera mikið og hlaupi á milljónum króna. Nánar er fjallað um málið og rætt við Tryggva í prentútgáfu Vikudags.

-þev

Nýjast