Versnandi veður á Norður-og Austurlandi

Mynd/Þröstur Ernir
Mynd/Þröstur Ernir

Slæmt veður er í kortunum á Norðaustur-og Austurlandi í dag og varar Veðurstofan við slæmu ferðaveðri. Vestan hvassviðri og stormur með snjókomu og skafrenningi verður ríkjandi og mun ekki lægja fyrr en með kvöldinu. Skólahald fellur niður í Þelamerkurskóla að Laugalandi í dag vegna veðurs, sem og Stórutjarnarskóla í Ljósavatnsskarði. Þungfært er víða á Akureyri í íbúðarhverfum en unnið er að mokstri á helstu götum bæjarins.

Nýjast