"Hátt í 200 fyrirtæki og stofnanir á Akureyri og í næsta nágrenni hafa fengið hjörtu hjá okkur og hengt upp hjá sér. Margir hverjir hafa líka límt upp skemmtilegar og jákvæðar setningar sem gefa lífinu gildi. Einn árangur í hverjum grunnskóla bæjarins hefur tekið þátt í verkefninu með miklum sóma og fara nú andlit og setningar barnanna að sjást víða um bæinn og í fjölmiðlum fljótlega."
Bryndís hvetur fyrirtæki og stofnanir til að taka þátt í verkefninu með einum eða öðrum hætti, það þurfi ekki að vera svo flókið. "Á næstu vikum ætlum við að festa eina setningu á viku á vegg eða glugga í bænum, endurgjaldslaust fyrir heppinn þátttakanda. Þannig að þeir sem hafa útveggi eða glugga til umráða og langar að fá jákvæða setningu á hann, geta haft samband við okkur á Stíl. Einnig langar okkur að fá sendar vísur, spakmæli eða jákvæða texta til að bjóða fólki að setja á filmur og líma á veggi eða glugga," sagði Bryndís.