Óánægja er á meðal félagsmanna Íþróttafélagsins Þórs vegna ákvörðunar íþróttaráðs um að hafna styrkbeiðni um frístundarútu. Þór óskaði eftir styrk að upphæð 750.000 kr. til að sinna akstri yngstu iðkenda sinna í fótbolta og körfubolta milli skóla og íþróttamannvirkja. Íþróttafélagið KA sótti um styrk til bæjarins fyrr í haust og fékk 300.000 kr. styrk frá bænum vegna frístundarútu fyrir börn í fótbolta.
Eiður Arnar Pálmason, framkvæmdastjóri Þórs, segir málið með ólíkindum og verið sé að mismuna íþróttafélögum. Ingibjörg Isaksen, formaður
Íþrótta og tómstundaráðs, segir styrkinn til KA vera tilraunaverkefni Akureyrarbæjar til eins árs og hafnar því að um mismunun sé að ræða. Nánar er fjallað um þetta mál í prentútgáfu Vikudags.