„Verðum að spýta í lófana”

Akureyri Handboltafélag og botnlið Fram mætast í Íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld kl. 19:00 í N1- deild karla í handbolta. Gengi Akureyrar hefur verið upp og ofan síðustu leiki. Eftir langþráðansigur gegn FH í síðasta heimaleik var Akureyri kippt niður á jörðina á ljóshraða í tapleiknum gegn Gróttu sl. sunnudag.

Fram hefur níu stig á botni deildarinnar og er í harðri botnbaráttu og ljóst að þeir mega illa við að tapa stigum í kvöld. Akureyri er enn í öðru sæti deildarinnar með 22 stig. 

„Við verðum að spýta í lófana og ef við fáum svipaðan stuðning frá áhorfendum í kvöld líkt og á síðasta heimaleik að þá held ég að við séum ekki að fara mæta jafn lánlausir til leiks og í síðasta leik, ” segir Rúnar Sigtryggsson þjálfari Akureyrar um leikinn í kvöld.

Nánar í Vikudegi í dag.

Nýjast