28. desember, 2009 - 11:06
Skólanefnd Akureyrar samþykkti á síðasta fundi sínum að verð á skólamáltíðum verði óbreytt frá
næstu áramótum. Á fundinum var lagt fram yfirlit yfir rekstrarstöðu skólamötuneyta fyrir árið 2009 og spáð fyrir um reksturinn
árið 2010. Fram kom að það stefnir í tveggja milljóna króna halla á rekstri skólamötuneytanna allra samanlagt.
Skýringa á þessum halla er fyrst og fremst að leita í rekstri þriggja skólamötuneyta og er ljóst af samanburði við rekstur hinna
skólamötuneytanna að gera má mun betur í rekstri þeirra. Skólanefnd samþykkti að fela fræðslustjóra að skoða betur
rekstur þeirra skólamötuneyta sem rekin eru með halla og leita leiða til að bæta rekstur þeirra.