Ólafur er með klumbufót hægra megin, hægri mjöðmin er úr lið, of mörg rifbein eru hægra megin og hann er með afmyndun á hryggjarliðum frá spjaldhrygg og niður úr sem veldur því að hann sveigist til hægri. Einnig vantar á hann rófubeinið og hann er með bakflæði, sem tengist þessum göllum. Ólafur fæddist ekki með endaþarm og er þar af leiðandi með colostóma, hann er líka með mjög þrönga þvagrás og er með þvagstóma sem kemur raunar beint út frá nýranu.
Stærsta vandamál Ólafs, er að hann er aðeins með eitt nýra, sem starfar langt undir getu og er hann þar af leiðandi með alvarlega nýrnabilun. Hann þarf í nýrnaígræðslu, sem fyrirhuguð er á næsta ári en pabbi hans ætlar að gefa stráknum annað nýra sitt.
Þegar Ólafur varð eins árs var hann búinn að fara í 5 aðgerðir og alls konar rannsóknir og myndatökur sem útheimtu m.a. svæfingu. Einu sinni í mánuði fer hann suður ásamt foreldrum sínum, til að hitta nýrnasérfræðinginn sinn. Hann fer um það bil einu sinni í viku í eftirlit hjá barnalækni á FSA, þrisvar í viku í sjúkraþjálfun og einu sinni í viku í iðjuþjálfun.
Þann 7. desember sl. var gerð aðgerð á hægri mjöðm Ólafs, til að setja hana í lið og gekk það ágætlega en hann þarf að vera í gifsi frá mitti og niður í um 5 - 6 mánuði. En það er nú einu sinni þannig að þrautaganga Ólafs er rétt að hefjast og á næstu árum er mikið sem hægt er og verður gert fyrir drenginn svo honum líði sem allra best. Ólafur sér ekki sólina fyrir stóra bróður sínum sem er mjög geðgóður og glaðlyndur strákur en hann heitir Róbert Alexander Ásrúnarson.
Stofnaður hefur verið styrktarreikningur fyrir Ólaf Karl og fjölslyldu hans og skiptir hver króna máli. Reikningurinn er í Íslandsbaka: 565-14-401412 - kennitala: 250867-2989.