04. nóvember, 2009 - 15:28
Markaðsstofa ferðamála á Norðurlandi hefur staðið fyrir uppskeruhátíðum ferðaþjónustunnar á Norðurlandi undanfarin 5
ár. Uppskeruhátíðin var haldin í Mývatnssveit þetta árið og þótti takast einstaklega vel enda einmuna blíða, sól
og blanka logn svo fjöll og fuglar stóðu á haus á vatninu.
Alls mættu á annað hundrað einstaklingar úr ferðaþjónustunni á Norðurlandi á hátíðina. Farið var vítt og
breytt um Mývatnssveit og áhugaverðir staðir heimsóttir, m.a. Víti, Krafla, Námaskarð, Fuglasafn Sigurgeirs, Hótel Gígur, Dimmuborgir og
Jarðböðin. Hátíðarkvöldverður var svo haldinn á Hótel Reynihlíð.