Vel heppnaður Skógardagur

Mynd/Pétur Halldórsson
Mynd/Pétur Halldórsson

Skógardagur var haldinn á Vöglum í Fnjóskadal sl. sunnudag í blíðskaparveðri og tæplega 20 stiga hita. Sýnd var grisjunarvél að störfum og vakti mikla athygli og hrifningu gesta sem voru nokkuð á annað hundrað talsins. Einnig var fræframleiðslan í fræhöllinni á Vöglum kynnt og eldiviðarframleiðslan. Á myndinni er Rúnar Ísleifsson, skógarvörður á Vöglum, að tala í gjallarhornið.

Nýjast