Þar er lýst andstöðu við er gerð síkis, sem og fyrirætlanir um mörg háhýsi á litlu svæði. Óskað er eftir því að nýtt og léttara yfirbragð verði á miðbænum og þá er í nafni íbúalýðræðis skorað á bæjaryfirvöld að draga tillöguna til baka eða gangast að öðrum kosti fyrir almennri og bindandi kosningu samhliða bæjarstjórnarkosningu um skipulagstillöguna. Bæjarstjóri sagði að undirskriftirnar yrðu teknar með og litið á þær sem hluta af þeim athugasemdum sem koma inn vegna miðbæjarskipulagsins.