Björgunarsveitir og lögregla aðstoðuðu tvo ökumenn á leiðinni frá Dalvík til Akureyrar um miðnættið í gærkvöldi. Komust þeir leiðar sinnar. Aðrar leiðir á Norðurlandi eru færar. Víkurskarð var ófært í nótt en búið var að opna veginn fyrir klukkan sjö í morgun. Ökumaður sem lenti í vandræðum á Víkurskarði um klukkan hálf tvö í nótt óskaði eftir aðstoð. Hann var sóttur en bíllinn skilinn eftir. Þetta kemur fram á mbl.is.