Samningur um kaup Vegagerðarinnar á þeim gögnum sem Greið leið hefur aflað eða látið vinna vegna Vaðlaheiðarganga var loks
undirritaður undir lok síðasta árs. Samningur hefur legið fyrir frá janúarlokum í fyrra en heimild til að greiða fyrir gögnin ekki fengist
fyrr en nú. Samkvæmt samningnum greiðir Vegagerðin 117,6 milljónir króna fyrir gögnin.
Þar af er útskattur (vsk) 23,1 milljón króna sem félaginu ber að greiða ríkissjóði. Alls er hlutafé Greiðrar leiðar 75,4
milljónir króna að nafnverði.
Það voru Birgir Guðmundsson f.h. Vegagerðarinnar og Pétur Þór Jónasson f.h. Greiðrar leiðar ehf. sem undirrituðu samninginn. Þetta fram
á vef Eyþings.