Hingað hafa komið fulltrúar erlendra félaga og virðist sem útboð á rannsóknar- og vinnsluleyfum á Drekasvæðinu hafi ýtt við mörgum, segir Hörður Blöndal framkvæmdastjóri Hafnasamlags Norðurlands. Unnið er að deiliskipulagi fyrir væntanlega uppbyggingu við Dysnes samhliða endurskoðun aðalskipulags Hörgársveitar. Gert er ráð fyrir að þeirri vinnu verði lokið á þessu ári. Hörður segir að æ fleiri sýni norðursvæðum vaxandi áhuga og hafi fulltrúar erlendra félaga komið og litið á aðstæður. Útboð á rannsóknar- og vinnsluleyfum á Drekasvæðinu virðist hafa hafi ýtt við mörgum. Enn sem fyrr er stefnt á, að byggja upp á Dysnesi þjónustuhöfn fyrir alla hafnsækna atvinnustarfsemi, að sögn Harðar.