Vatnið í Vaðlaheiðargöngum minnkar hægt

Óvíst er hvenær byrjað verður að dæla vatninu úr göngnum. Mynd/Valgeir Bergmann
Óvíst er hvenær byrjað verður að dæla vatninu úr göngnum. Mynd/Valgeir Bergmann

Vatnið í Vaðlaheiðargöngum fer hægt minnkandi. Enn er ekki byrjað að dæla vatninu út þrátt fyrir að dælubúnaður sé til staðar. Vatnsmagnið er nú um 280 l/s Fnjóskadalsmeginn og 110 l/s Eyjafjarðarmeginn. Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga, segir óvíst hvenær hafist verður handa við að dæla vatninu út Fnjóskadalsmeginn en m.a. eigi eftir áhættugreina verkið.

Hann segir gangnagröft mjakast hægt áfram. „Það er talsvert unnið í bergþéttingu ennþá og unnið allan sólarhringinn. Við vorum að fá nýjan bíl sem getur dælt í fjórar holur í einu í stað einnar áður. Það munar miklu,“ segir Valgeir. Alls lengdust göngin um 30 m í síðustu viku og eru nú 4.365 m eða 60,6% af heildarverkinu.

Nýjast