Valur byrjaði síðari hálfleikinn af krafti og náði sjö marka forystu eftir tíu mínútna leik og það reyndist norðanmönnum ofviða. Svo fór að Valur fór með sex marka sigur af hólmi, 31:25.
Oddur Gretarsson var markahæstur í liði Akureyrar í kvöld með 8 mörk, þar af 4 úr vítum, og Heimir Örn Árnason kom næstur með 7 mörk, þar af eitt úr víti. Hörður Flóki Ólafsson varði 8 skot í marki Akureyrar og Hafþór Einarsson 5 skot.
Arnór Þór Gunnarsson var markahæstur hjá Valsmönnum með 9 mörk, þar af 4 úr vítum, og Fannar Þór Friðgeirsson skoraði 7 mörk, þar af eitt úr vítum. Hlynur Morthens átti stórleik í marki Vals með 20 skot varin.
Liðin eigast því við í hreinum úrslitaleik á mánudaginn kemur á heimavelli Vals um hvort liðið mætir Haukum í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn.