18. desember, 2009 - 21:58
Þórsarar náðu ekki að fylgja eftir góðum sigri á Hrunamönnum í 1. deild karla í körfubolta á dögunum, er Valsmenn
komu í heimsókn í íþróttahús Síðuskóla í kvöld. Gestirnir úr Reykjavík fóru með sigur af
hólmi, 76-58, eftir að hafa haft nauma forystu í hálfleik, eftir jafnan fyrri hálfleik.