Valkostir vegna staðsetningu nýs hjúkrunarheimilis kynntir

Á fundi félagsmálaráðs Akureyrar í gær, kynnti Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri, valkosti varðandi staðsetningu nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri. Um er að ræða 5 lóðir sem staðsettar eru tiltölulega miðsvæðis á Akureyri þ.e. á Drottningarbrautarreit, á Kelduhverfisreit, á tjaldsvæðisreit við Þórunnarstræti, á Krossanesbrautarreit og við Naust í Naustahverfi.  

Óskað var eftir að félagsmálaráð gerði tillögu að forgangsröðun þessara lóða m.t.t. lóðavals fyrir nýtt hjúkrunarheimili. Félagsmálaráð leggur til eftirfarandi forgangsröðun lóða fyrir nýtt hjúkrunarheimili: 1. við Naust í Naustahverfi, 2. Krossanesreitur, 3. Kelduhverfisreitur. Félagsmálaráð óskar eftir að Fasteignir Akureyrarbæjar sjái um verkefnið og skipi byggingarnefnd. Ennfremur lagði félagsmálaráð til að vinnuhópur um framtíðaruppbyggingu Öldrunarheimila Akureyrar verði lagður niður.            

Nýjast