Framkvæmdir hafa staðið yfir við Sundlaug Akureyrar undanfarnar vikur þar sem byggt er yfir vaðlaugina og gólfefnið þar endurnýjað. Fyrirhugað var að flísaleggja vaðlaugina en samkvæmt upplýsingum Vikudags þurfti að hætta við það vegna þessa að kostnaðaráætlun var hærri en áætlað var. Því verður gúmmíefnið endurnýjað. Það mun svo fara eftir veðri og vindum hvenær framkvæmdum lýkur en samkvæmt upplýsingum frá Fasteignum Akureyrar er stefnt að því að það verði í lok desember.