Lögregumenn frá Akureyri fóru í eftirlitsferð í dag og óku í Varmahlíð í Skagafirði. Á leiðinni stöðvuðu þeir þrjár bifreiðar vegna hraðaksturs og í öllum tilfellum var um erlenda ferðamenn að ræða undir stýri. Sá þeirra sem hraðast ók var á 134 km hraða og mátti hann greiða 90 þúsund króna sekt sem honum var gert að greiða á staðnum. Enginn innlendur ökumaður var stöðvaður í þessari ferð og sagði varðstjóri hjá lögreglu að svo virtist sem Íslendingar væru farnir að fara hægar yfir eftir að sektir vegna hraðaksturs voru hækkaðar verulega. Þó var einn tekinn í fyrradag í íbúðahverfi á Akureyri þar sem hámarkshraði er 30 km. Hann ók á 76 km hraða, fékk ökuleyfissviftingu í þrjá mánuði fyrir og 70 þúsund króna sekt.