Sjúklingar voru fluttir í 1.345 skipti. Í 177 tilfellum var um aðstoð eða aftuköllun að ræða. Sjúkraflug árið 2009 voru 392 og flogið var með 414 sjúklinga, 17 sinnum var farið erlendis. Árið 2009 hófst á um 50 sjúkraflugum í janúar sem er það mesta í þeim mánuði í samanburði fyrri ára en engu að síður fækkaði flugum talsvert á milli ára, eða um rúm 100 flug.
Mikil hætta skapaðist í febrúar þegar einbýlishús við Hrafnabjörg splundraðist í gassprengingu. Seinni hluta júlí mánaðar kom upp mikill eldur í fjögurra íbúða timburhúsi við Aðalstræti og mannbjörg varð þegar eldur kom upp í timbuhúsi við Barmahlíð í september.