Útgjöld til fjárhagsaðstoðar á síðasta ári um 67 milljónir

Heildarúrgjöld Akureyrarbæjar til fjárhagsaðstoðar á árinu 2008 að teknu tilliti til endurgreiddra lána urðu um 67,3 milljónir króna, sem var 8,3% aukning á milli ára. Þá hefur félagsmálaráð samþykkt að hækka framfærslugrunn fjárhagsaðstoðar í samræmi við hækkun neysluvísitölu frá og með 1. febrúar nk.  

Framfærslugrunnurinn var kr. 101.626  en verður kr. 118.251 frá og næstu mánaðamótum. Einnig var á fundi félagsmálaráðs í vikunni, rætt um fjárveitingu til námstyrkja og samþykkti ráðið að veita 6 milljónum króna til námsstyrkja á árinu 2009.

Þá var á fundi félagsmálaráðs lagt fram minnisblað frá húsnæðisfulltrúa um um stöðu biðlista eftir leiguíbúðum hjá Akureyrarbæ um áramót. Á biðlista eftir leiguíbúð um áramót voru 99 umsækjendur, þar af voru 11 að sækja um flutning í hentugra húsnæði.

Nýjast