14. desember, 2009 - 17:52
Tillögur sem fyrir liggja í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar um hækkun tryggingagjalds úr 7% í 8,6% munu auka útgjöld
bæjarsjóðs Akureyrarbæjar um 120 milljónir króna á næsta ári. Hermann Jón Tómasson bæjarstjóri sagði við
fyrri umræðu fjárhagsáætlunar á fundi bæjarstjórnar að ein af forsendum áætlunarinnar væri að þær
ákvarðanir sem teknar verða af hálfu stjórnvalda til að draga úr fjárlagahalla ríkisins muni ekki bitna á sveitarfélögum
umfram það sem þegar liggur fyrir.
Forsætis- og fjármálaráðherra hafi lýst því yfir að útgjöld sveitarfélaga muni ekki aukast vegna ákvarðana
ríkisstjórnar „og þeirri yfirlýsingu hljótum við að treysta," segir Hermann Jón.