Útboð á sorphirðu og sorpeyðingu að fara í gang

Á síðasta fundi framkvæmdaráðs Akureyrar kynntu forstöðumaður umhverfismála, Jón Birgir Gunnlaugsson og deildarstjóri framkvæmdadeildar, Helgi Már Pálsson, þá vinnu sem búin er við undirbúning útboðs á sorphirðu og sorpeyðingu.  Tímasetningar útboðs liggja nú fyrir, þar sem fram kemur að tilkynning á EES svæðið verður birt á morgun, 10. febrúar og stefnt er að opnun tilboða 7. apríl nk.

Nýjast