Það ræðst í kvöld hvort það verður Akureyri eða FH sem nær síðasta sætinu í úrslitakeppni N1- deildar karla í handbolta þegar lokaumferð deildarinnar fer fram.
Akureyri á erfitt verkefni fyrir höndum er liðið sækir Hauka heim að Ásvöllum kl. 19:30. Með sigri í leiknum tryggir Akureyri sér farseðillinn í úrslitakeppnina. Á sama tíma sækir FH HK heim og tapi FH þeim leik fara norðanmenn áfram hvernig sem leikurinn hjá þeim fer í kvöld.
Nánar í Vikudegi í dag.