Innnaríkisráðuneytið hefur úrskurðað að ákvörðun Akureyrarbæjar að segja Snorra Óskarssyni kennara við Brekkuskóla árið 2012 hafi verið ólögmæt og sömuleiðis áminning sem hann fékk frá bænum. Snorra var sagt upp störfum vegna bloggskrifa, þar sem samkynhneigð var fordæmd.
Ég hef aldrei lent í svona áður þannig að ég er ekki þaulkunnugur skrefunum, segir Snorri ennfremur um mögulegt framhald málsins. Honum þyki hins vegar rétt að stjórnendur Akureyrarbæjar geri sér grein fyrir því að þeir geti átt von á skaðabótamáli þar sem krafist verði nokkurra milljóna króna í bætur, segir Snorri í viðtali við mbl.is