Uppskeruhátíð Mardallar - félags um menningararf kvenna

Uppskeruhátíð Mardallar verður haldin á Uppskerumánu í Fífilbrekku undir Kerlingu í Eyjafjarðarsveit, sunnudaginn 4. október milli kl. 12 og 17. Félagsfreyjur Mardallar munu bjóða upp á kynningu á starfsemi sinni og varning af ýmsu tagi, m.a. afurðir jarðar, handverk og fleira. Náttúruleg kjötsúpa verður á hlóðunum, ketilkaffi, ilmandi brauð og sætabrauð.  

Tilgangur félagsins MARDÖLL er að grafa eftir, finna, safna, spinna, rýna í, hlúa að, rækta, dreyma, magna, vefa og miðla menningararfi og auði kvenna frá fornöld til framtíðar. Sérstök áhersla verður lögð á þann arf og auð sem býr í rótum íslenskra kvenna, norrænum og keltneskum, en heimurinn allur verður þó vettvangur Mardallar. Hlutverk Mardallar er að styðja við verkefni sem miða að tilgangi félagsins, annars vegar verkefni einstakra félagskvenna og hins vegar skal félagið stuðla að samstarfi þeirra m.a. með því að standa fyrir viðburðum hérlendis og erlendis þar sem konurnar flétta saman krafta sína. Einn liður í starfsemi Mardallar er að halda úti heimasíðu á íslensku og ensku (hið minnsta) þar sem félagskonur og starfsemi félagsins er kynnt.

Upplýsingar, m.a. um staðsetningu, á http://vikudagur.is/www.mardoll.blog.is og hjá freyjum

Mardallar:

Guðrún Hadda Bjarnadóttir, hadda@mi.is

Valgerður Hjördís Bjarnadóttir, valgerdur@vanadis.is,

Valdís Viðars, listagil@listagil.is

Anna Dóra Hermannsdóttir, annadorah@gmail.com

Hrefna Harðardóttir, hrefnah@simnet.is

Uppskeruhátíðin er hluti af viðburðaröðinni Vitið þér enn - eða hvað? Verkefnið er styrkt af Menningarráði Eyþings. Allir eru velkomnir.

Nýjast