Upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar, Halló Norðurlönd, vekur athygli á upplýsingafundi á Akureyri ætluðum fólki sem hyggur á flutning til hinna Norðurlandanna. Fundurinn er haldinn í samvinnu við Eures, evrópska vinnumiðlun, og Norrænu upplýsingaskrifstofuna á Akureyri. Á upplýsingafundinum verður farið yfir helstu atriði sem hafa þarf í huga við flutning til hinna Norðurlandanna. Fulltrúi frá upplýsingaþjónustu Norrænu ráðherranefndarinnar, Halló Norðurlönd, fer yfir hagnýt atriði á borð við húsnæðisleit, útvegun kennitölu og sjúkratryggingar og fulltrúi frá Eures veitir góð ráð varðandi atvinnuleit og atvinnuleysistryggingar. Þátttakendum gefst færi á að bera fram spurningar.
Fundurinn fer fram fimmtudagurinn 7. júní kl. 17:00-19:00 í funda- og veitingasalur á 4. hæð, Skipagötu 14, Akureyri. Upplýsingafundurinn er ókeypis fyrir þátttakendur, öllum opinn og hentar jafnt þeim sem flytja vegna atvinnu, náms eða annarra erindagjörða. Hafa ber í huga að nauðsynlegt er að skrá sig á námskeiðið fyrir 6. júní á netfanginu mariajons@akureyri.is eða á Norrænu upplýsingaskrifstofunni í síma 4627000.