Upplestur á Amtsbókasafninu

Rithöfundarnir Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson og Vala Þórsdóttir lesa upp og kynnar nýjar bækur sínar, Segðu mér og segðu... og Tónlist hamingjunnar, á Amtsbókasafninu laugardaginn 21. nóvember kl. 14:00, en auk þeirra kemur söngvaskáldið Svavar Knútur fram. Dagskráin er einkar fjölskylduvæn, enda um að ræða efni fyrir fólk á öllum aldri.
 

Gerður Kristný kemur svo og les upp úr nýrri bók sinni, Prinsessan á Bessastöðum, þriðjudaginn 24. nóvember kl. 15:00. Þetta er bók fyrir fólk í yngri kantinum og því um að gera fyrir foreldra að líta við með börnin sín og hlusta á skemmtilegan höfund lesa upp úr skemmtilegri bók.

Nýjast