Uppbyggingu samgöngumið- stöðvar í Reykjavík verði hraðað

Á fundi bæjarstjórnar Akureyrar í gær óskaði Jóhannes Gunnar Bjarnason bæjarfulltrúi eftir umræðu um málefni Reykjavíkurflugvallar og samgöngumiðstöðvar í Vatnsmýrinni. Bæjarstjórn samþykkti bókun með 11 samhljóða atkvæðum, þar sem skorað er á samgönguyfirvöld og Reykjavíkurborg að hraða eins og kostur er uppbyggingu samgöngumiðstöðvar við Reykjavíkurflugvöll.  

Bæjarstjórn telur löngu tímabært að endurnýja þá aðstöðu sem þar er nú til staðar. Bæjarstjórn Akureyrar skorar jafnframt á borgarstjórn Reykjavíkur að endurskoða þau áform sín að leggja af Reykjavíkurflugvöll í Vatnsmýri. Nálægð flugvallarins við fyrirhugað hátæknisjúkrahús við Hringbraut tryggir sjúklingum með sjúkraflugi sjálfsagðan og öruggan aðgang að bráðalæknisþjónustu þar sem hver mínúta er dýrmæt.  Almennt farþegaflug af landsbyggðinni til Keflavíkur er útilokað vegna fjarlægðar til höfuðborgarinnar, segir ennfremur í bókunni.

Nýjast