Jóhannes Bjarnason bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins lagði fram eftirfarandi bókun. "Framsóknarflokkurinn ítrekar þá afstöðu sína að endurbyggja eigi Akureyrarvöll og halda þar Landsmót UMFÍ. Akureyrarvöllur á að vera framtíðarkeppnisvöllur knattspyrnu og frjálsíþróttafólks en æfingasvæði íþróttafélaganna notuð með líku sniði og verið hefur og mun ekki af veita þar sem þau eru nú þegar ofnýtt."