Ungur skíðamaður frá Dalvík gerir það gott í Noregi

Jakob Helgi Bjarnason, 14 ára skíðamaður frá Dalvík, hefur verið við æfingar og keppni í Noregi undanfarið með góðum árangri. Jakob sigraði í svigmóti í flokki 13-14 ára á fylkismóti í Akersfylki þann 20. janúar sl. og daginn eftir sigraði hann í stórsvigi með yfirburðum í seinni hluta mótsins.

Jakob keppti einnig á mótum Geilo í Noregi fyrir jól, þar sem hann hafnaði í öðru sæti í stórsvigi, risasvigi og tvíkeppni. Árangur Jakobs er með eindæmum góður og er hann að skipa sér á bekk með þeim allra fremstu í sínum aldursflokki í Noregi.

Nýjast